Viðskipti innlent

Hagnaður OR á öðrum ársfjórðungi 838 milljónir króna

Rekstur Orkuveitu Reykjavíkur skilaði 838 milljóna króna hagnaði á öðrum fjórðungi ársins, samkvæmt árshlutauppgjöri sem samþykkt var af stjórn fyrirtækisins í dag.

Er það verulegur viðsnúningur frá fyrstu þremur mánuðum ársins þegar gengisfall íslensku krónunnar olli 17,2 milljarða króna tapi.

Í fréttatilkynningu segir jafnframt að horfur í rekstri Orkuveitu Reykjavíkur á árinu 2008 séu góðar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×