Innlent

Stærsti samningur um boranir á Íslandi undirritaður á morgun

Hjörleifur Kvaran forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur.
Hjörleifur Kvaran forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur.

Hjörleifur B. Kvaran, forstjóri Orkuveitunnar, og Bent S. Einarsson, forstjóri Jarðborana, munu á morgun undirrita samning Orkuveitu Reykjavíkur og Jarðborana um boranir eftir jarðhita fram til ársins 2012. Samkvæmt upplýsingum frá Orkuveitunni er um að ræða stærsta samning sinnar tegundar á Íslandi, mesta einstaka borverkefni sem ráðist hefur verið í hérlendis og stærsta útboð Orkuveitunnar á jarðhitaframkvæmdum til þessa.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×