Viðskipti innlent

Vilja heimild fyrir 500 milljarða láni

Það er fjámálaráðherra sem leggur fram frumvarpið.
Það er fjámálaráðherra sem leggur fram frumvarpið.

Ríkisstjórnin ætlar að óska eftir heimild alþingis til að taka allt að fimm hundruð milljarða króna erlent lán, eftir því sem Markaðurinn kemst næst.

Frumvarp um þetta var samþykkt í þingflokkum stjórnarflokkanna í dag og er búist við að því verði dreift á alþingi nú á eftir. Hugmyndin er að styrkja gjaldeyrisforðann sem nú nemur rúmum tvö hundruð milljörðum króna og öðru eins sem fékkst með samningi við norræna seðlabanka.

Samkvæmt stjórnarskrá þarf Alþingi að samþykkja skuldbindingar ríkisins. Í fjárlagafrumvarpi ársins er einnig heimild til lántöku upp á ríflega 100 milljarða króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×