Viðskipti innlent

Sakar Pálma um svik við starfsmenn Sterling

Mikil reiði er meðal 1100 starfsmanna danska flugfélagsins Sterling sem óttast að fá ekki laun sín borguð fyrir þennan mánuð.

Eins og fram hefur komið er Sterling gjaldþrota en starfsmenn áttu von á mánaðarlaunum sínum á morgun. Haft er eftir Ursulu Bresemann, trúnaðarmanni flugliða hjá félaginu, að Sterling hafi beðið fyrirtækið sem keyri launakerfi félagsins að greiða launin ekki út.

„Við erum í áfalli og mjög reið yfir þessu," segir Bresemann í samtali við dönsku síðuna Take Off. Þá sakar hún eiganda félagsins, Pálma Haraldsson, um svik með þessu og bætir við að hann reyni einungis að bjarga eigin skinni. Nú verði starfsmenn að leita til tryggingasjóðs launa í Danmörku.

Almar Örn Hilmarsson, forstjóri Sterlning, fundar nú með starfsmönnum á Kaupmannahafnarflugvelli þar sem farið er yfir stöðuna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×