Viðskipti innlent

Segir íslenskar eigur í Danmörku geta fallið eins og dómínóspil

Danska viðskiptablaðið Börsen segir í dag að íslenskar eigur í Danmörku geti fallið eins og Dómínóspil. Í danska fjármálaheiminum bíði menn nú eftir að bankarnir loki fyrir lán til Íslendinga og setji þar með í gang keðju af sölum á fyrirtækjum og eignum.

"Það er ekki aðeins hinn íslenski eigandi Merlin sem á í vandræðum með lausafjárstöðuna," segir í Börsen. "Það gildir einnig um fjölda af íslenskum fjárfestingarfélögunum sem staðið hafa í umfangsmiklum kaupum í Danmörku."

Börsen hefur eftir ónafngreindum heimildarmanni í danska fjármálaheiminum að ef íslensku fjárfestarnir lendi í vandræðum verður það ekki einn sem rýkur út..."það fer dómínóspil í gang," segir hann.

 










Fleiri fréttir

Sjá meira


×