Viðskipti innlent

Milljarðamæringur með Kaupþingi í Beverly Hills-verkefni

Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings.
Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings.

Breski milljarðamæringurinn Richard Caring hefur keypt um 10% hlut í risavöxnu fasteignaþróunarverkefni í Beverly Hills sem Kaupþing á stærstan hlut í eftir því sem fram kemur á vefnum propertyweek.com.

Kaupþing á um 60% hlut í þessu verkefni sem snýst um lúxusíbúðir í Beverly Hills. Bankinn borgaði ásamt breska fasteignamógulnum Christian Candy um 35 milljarða fyrir verkefnið í apríl á síðasta ári. Það var á þeim tíma hæsta verð sem greitt hafði verið fyrir fasteignaþróunarverkefni í Bandaríkjunum.

Gert er ráð fyrir 235 lúxusíbúðum í tveimur turnum, 13 og 15 hæða.

Ekki er langt síðan að tilkynnt var að Kaupþing hefði lagt á hilluna áætlanir um 70 milljarða króna fasteignasjóð vegna lítils áhuga fjárfesta en inni í honum átti Beverly Hills- verkefnið að vera.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×