Viðskipti innlent

Tap Bakkavarar nam 3,7 milljörðum kr.

Tap Bakkavarar á öðrum ársfjórðungi nam 23,4 milljónum breskra punda eða sem nemur 3,7 milljörðum kr. Tap á fyrrihelming ársins nemur samtals 36,2 milljónum breskra punda eða sem nemur 5,7 milljöðrum íslenskra króna.

Ágúst Guðmundsson forstjóri félagsins segir að afkoma Bakkavarar á fyrstu sex mánuðum ársins sé í samræmi við væntingar stjórnenda. Salan hafi aukist á öðrum ársfjórðungi þrátt fyrir erfiðar aðstæður á mörkuðum.

Fram kemur í uppgjöri Bakkavarar fyrir annan ársfjórðung að félagið hafi tapað 7,3 milljörðum króna á fyrstu sex mánuðum ársins á skiptasamning félagsins vegna 10,9% hlutar í Greencore Group.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×