Viðskipti innlent

Nýir framkvæmdastjórar hjá Icelandair Group

Árni Hermannsson og Erlendur Svavarsson hafa verið ráðnir framkvæmdastjórar á sviði leiguflugs og flugvélaviðskipta hjá Icelandair Group.

Til þessa sviðs heyra fimm fyrirtæki, Loftleiðir-Icelandic, Bláfugl, Icelease, Travelservice í Tékklandi og Latcharter í Lettlandi, og munu þeir Árni og Erlendur sinna samræmingar- og stefnumótunarverkefnum á sviðinu. Árni mun jafnframt áfram gegna stöðu fjármálastjóra Loftleiða-Icelandic, en hann hefur gegnt því starfi frá árinu 2002.

Erlendur hefur starfað hjá Icelandair Group og forverum þess frá árinu 2003, og var áður sölu- og markaðsstjóri Loftleiða-Icelandic.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×