Viðskipti innlent

Sparisjóður Norðlendinga sameinast Byr

Sparisjóður Norðlendinga, SPNOR, hefur ákveðið að ganga til liðs við Byr sparisjóð. Sameining sparisjóðanna tveggja gengur í gildi frá og með deginum í dag, 21. apríl og verður SPNOR þar með fjórði sparisjóðurinn sem starfar undir merkjum Byrs.

Engin breyting verður á daglegum rekstri hvað viðskiptavini sparisjóðsins snertir. Byr á Akureyri verður í sama húsnæði og SPNOR hefur verið að Skipagötu 9. Engar breytingar eru fyrirhugaðar á starfsliði sparisjóðsins, en þess má geta að viðskiptavinir hans hafa verið meðal þeirra ánægðustu samkvæmt Íslensku ánægjuvoginni, segir í tilkynningu um málið.

Sparisjóður Norðlendinga var stofnaður árið 1997 með samruna Sparisjóðs Akureyrar og Arnarneshrepps og Sparisjóðs Glæsibæjarhrepps. Af þeim þremur var Sparisjóður Arnarneshrepps elstur, stofnaður árið 1884 og á SPNOR því rætur að rekja til eins af elstu peningastofnun landsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×