Viðskipti innlent

Uppgjör birt í vikunni

Sindri Sindrason stjórnarformaður Eimskips.
Sindri Sindrason stjórnarformaður Eimskips.

Uppgjör félaga, sem skráð eru í íslensku Kauphöllina, hefjast í vikunni. Nýherji mun ríða á vaðið og birta uppgjör á miðvikudag. Century Aluminum og Eik Banki munu svo birta uppgjör daginn eftir. Flest uppgjörin verða birt í næstu viku, eða átta talsins. Eimskipafélagið mun svo klára uppgjörahrinuna í vikunni 9.-13. júní.

Kaupþing, Straumur og SPRON birta fyrst uppgjör sín af íslensku bönkunum þann 30. apríl. Landsbankinn birtir svo 6. maí og Glitnir birtir svo síðastur bankanna þann 7. maí, eftir því sem fram kemur í Vegvísi Landsbankans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×