Viðskipti innlent

Nýr forstjóri ráðinn hjá Astraeus

Bruce Dickinson, söngvarinn góðkunni úr þungarokksveitinni Iron Maiden hefur verið í áhöfn hjá Astreus.
Bruce Dickinson, söngvarinn góðkunni úr þungarokksveitinni Iron Maiden hefur verið í áhöfn hjá Astreus.

Stjórn Astraeus Limited, sem er alfarið í eigu Northern Travel Holding hf, hefur ráðið nýjan forstjóra fyrir Astraeus Limited, sem þegar hefur hafið störf; eftir að fyrrverandi forstjóri sagði starfi sínu lausu í lok desember sl, að því er fram kemur í tilkynningu frá félaginu. Nýr forstjóri heitir Mario Fulgoni og hefur starfað sem framkvæmdastjóri yfir flugrekstarsviði Astraeus frá júlí 2007.

„Mario Fulgoni er einn af stofnendum Astraeus og hefur starfið til margra ára hjá fyrirtækjum í flugrekstri, m.a. Inter European Airways, Go Fly, BA (low cost operator), Alpha Aviation og rekið eigin skóla fyrir flugstjóra. Mario Fulgoni er með háskólapróf frá Loughborough University og frá Oxford Air Training School," segir einnig í tilkynningunni.

Astraeus sinnir verkefnum í leiguflugi og áætlanaflugi og gerir út starfssemi sína frá London Gatwick í Bretlandi. Félagið hefur starfað 5 ár, með verkefni um allan heim og þar á meðal á Íslandi.

Flugfloti Astraeus samanstendur af 9 flugvélum, fimm Boeing 757-200, tveimur Boeing 737-700 og tveimur Boeing 737-300.

„Northern Travel Holding hf fagnar reynslumiklum stjórnanda sem forstjóra Astraeus Limited. Northern Travel Holding mun halda áfram að efla dótturfélög sín og styrkja stöðu þeirra innbyrðis og stöðu þeirra á markaði," segir að lokum í tilkynningunni.

Northern Travel Holding hf er íslenskt eignarhaldsfélag í eigu Fons hf (44%), FL Group hf (34%), og Sund hf (22%). Megin áhersla félagsins er rekstur flugfélaga og fyrirtækja í ferðaiðnaði á Norðurlöndunum og í Norður Evrópu.

Dóttur- og hlutdeildarfélög Northern Travel Holding hf eru:

Sterling Airlines A/S (100%), Iceland Express ehf (100%), Astraeus Limited (100%), Hekla Travel A/S (100%) og Ticket Travel Group AB (30%).






Fleiri fréttir

Sjá meira


×