Viðskipti innlent

Rauður dagur hjá Bakkabræðrum

Bræðurnir Lýður og Ágúst Guðmundssynir.
Bræðurnir Lýður og Ágúst Guðmundssynir.

Rauði liturinn var nær allsráðandi í Kauphöllinni í dag en 21 félag lækkaði á meðan aðeins tvö hækkuðu. Mesta lækkun varð á bréfum í Bakkavör Group og Exista en stofnendur Bakkavarar, bræðurnir Lýður og Ágúst Guðmundssynir, eiga meirihlutann í Exista.

Gengi bréfa í Bakkavör lækkaði mest í dag, um 5,58 prósent en fast á hæla þess er Exista en gengið á því lækkaði um 5,17 prósent. Tíu önnur fyrirtæki lækkuðu um meira en tvö prósent í dag og fór Úrvalsvísitalan niður um 3,59 prósent.

Mesta hækkun var hins vegar á bréfum 365, um 0,50 prósent og í Eimskipafélagi Íslands en gengi þess fór upp um 0,29 prósent.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×