Viðskipti innlent

Hannes gerir starfslokasamning við FL Group

Hannes Smárason, fyrrverandi forstjóri FL Group.
Hannes Smárason, fyrrverandi forstjóri FL Group. MYND/Pjetur

Hannes Smárason, fyrrverandi forstjóri FL Group hefur skrifað undir starfslokasamning við FL Group. Þetta staðfesti Halldór Kristmannsson, upplýsingafulltrúi Fl Group í samtali við Vísi. Hann vildi ekki segja frá innihaldi samningsins að svo stöddu en sagði að frá honum yrði greint þegar ársuppgjör fyrirtæksins verður kynnt þann 12. febrúar næstkomandi.

Hannes hætti sem forstjóri FL Group í byrjun desember á síðasta ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×