Innlent

Svíar samþykkja Lissabon-sáttmálann

Frederik Reinfeldt er forsætisráðherra Svíþjóðar.
Frederik Reinfeldt er forsætisráðherra Svíþjóðar.

Sænska þingið staðfesti í gærkvöldi Lissabon-sáttmálann umdeilda og varð Svíþjóð þar með tuttugasta og fjórða Evrópusambandsríkið til að gera það.

Sænska þingið samþykkti sáttmálann á fundi sínum seint í gærkvöldi með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða, tvö hundruð fjörutíu og þremur atkvæðum gegn þrjátíu og níu. Sextíu og sjö þingmenn sátu hjá eða voru fjarverandi.

Sáttmálinn, sem er ígildi stjórnarsáttmála ESB, hefur verið umdeildur frá því hann var samþykktur á leiðtogafundi fyrir rúmu ári. Lissabon sáttmálinn var málamiðlun eftir að Frakkar og Hollendingar höfnuðu stjórnarskrá ESB í þjóðaratkvæðagreiðslum 2005.

Enn er alls óvíst hvað verður um sáttmálann sem tekur ekki gildi fyrr en allar tuttugu og sjö ESB þjóðirnar hafa staðfest hann. Írar höfnuðu honum í þjóðaratkvæðagreiðslu í júní. Tékkar hafa falið stjórnlagadómstól að skera úr um hvort hann samrýmist stjórnarskrá Tékklands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×