Viðskipti innlent

Forstjóri FIH kannast ekkert við yfirtöku á Kaupþingi

Lars Johansen forstjóri FIH bankans segir í samtali við Business.dk að hann kannist ekkert við hugmyndir um að FIH yfirtaki gamla Kaupþing.

"Ég hef ekkert heyrt um málið," segir Lars Johansen.

Fram kemur í frétt um málið að FIH hafi verið í sölumeðferð undanfarið en JP Morgan bankinn var ráðinn til að selja FIH. Hinsvegar gengur hvorki né rekur hvað söluna varðar samkvæmt upplýsingum Business.dk.

Hugsanlegir kaupendur eru nokkrir en þeir hafa sett fram mörg skilyrði fyrir kaupum sínum á FIH. Þar að auki eru þeir ekki viljugir til að borga nema brot af eiginfé FIH sem nemur 8 milljörðum danskra kr. eða um 20 milljörðum kr. fyrir bankann.

Það skýrist væntanlega af því að FIH þarf að endurfjármagna sig upp á næstu árum upp á 15-20 milljarða danskra króna.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×