Viðskipti innlent

Almar aftur í forstjórastól Sterling

Almar Örn Hilmarsson
Almar Örn Hilmarsson

Almar Örn Hilmarsson hefur verið ráðinn forstjóri danska flugfélagsins Sterling á nýjan leik. Almar hætti sem forstjóri hjá félaginu í mars á þessu ári en eftir að Pálmi Haraldsson eignaðist félagið allt á föstudag réð hann Almar inn á nýjan leik og rak Reza Taleghani.

"Almar er búinn að vinna hjá mér í áratug. Hann hefur fengið mörg erfið verkefni sem tengjast mínum fjárfestingum og leyst þau farsællega. Á sínum tíma vildi meirihluti Nothern Travel Holding [lesist Stoðir, áður FL Group, og Sund, innsk. blm.] skipta um forstjóra en nú þegar ég á þetta einn þá er það mitt fyrsta verk að ráða Almar inn að nýju. Hann er maður sem ég treysti fullkomlega," segir Pálmi aðspurður um forstjóraskiptin.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×