Viðskipti erlent

Olíutunnan í 126 dollara eftir methæðir

Olíuborpallur. Olíuverðið fór í tæpa 128 dali á tunnu fyrir helgi og hafði aldrei verið hærra.
Olíuborpallur. Olíuverðið fór í tæpa 128 dali á tunnu fyrir helgi og hafði aldrei verið hærra.

Verð á olíutunnu fór undir 126 dollara í Asíu í dag eftir að tunnan hafði náð methæðum í síðustu viku, þrátt fyrir að Saudí Arabía hefði ákveðið að auka framleiðslu sína um 300 þúsund tunnur á dag.

Sádar lofuðu að auka framleiðslu sína eftir fund George Bush og Abdullah konungs Sáda föstudaginn var. En þessi ákvörðun Sáda og loforð Bandaríkjamanna um að hætta tímabundið að fylla varabyrgðir ríkisins hafa litlu breytt í því að breyta væntingum markaðarins.

Goldman Sachs undirstrikaði væntingar markaðarins á föstudaginn var þegar bankinn breytti spá sinni um að verð á olíutunnu muni fara í 141 dollara í lok ársins. Bankinn hafði áður spáð því að tunnan myndi enda í 107 dollurum í lok árs. Telja greinendur bankans að markaðurinn sé að ganga í gegnum „verðleiðréttingu“ sem mun taka töluverðan tíma að ná.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×