Viðskipti innlent

Greiningardeild Kaupþings spáir auknu atvinnuleysi

Greiningardeild Kaupþings segir að þrátt fyrir að skráð atvinnuleysi hafi haldist 1,1% bæði í júní og júlí muni ástandið versna með haustinu. Þetta kemur fram í Hálf fimm fréttum bankans.

,,Á síðustu mánuðum hefur borið á versnandi aðstæðum í íslensku efnahagslífi og búast má við að harðni enn frekar á dalnum með haustinu. Dregið hefur hratt úr þeim mikla hita sem var á fasteignamarkaði en þrátt fyrir hefur ekki borið á mikilli aukningu atvinnuleysis í byggingariðnaði. Gera má ráð fyrir brottflutningur erlends vinnuafls, sem starfað hefur í greininni, geri það að verkum að aukningin verði minni en ella. Í dag eru 2.538 skráðir atvinnulausir hjá Vinnumálastofnun sem er um 30% aukning frá meðalfjölda atvinnulausra var í júlí. Verði þróunin á þann veg og gert ráð fyrir að ekki verði miklar breytingar á mannafla má ætla að atvinnuleysi verði í kringum 1,5% að meðaltali í ágúst."

Greiningardeildin telur þó jafnframt líklegt að hvort tveggja, hlutfall og fjöldi atvinnulausra, fari töluvert vaxandi með haustinu. Þegar saman dregur í hagkerfinu leita fleiri en ella í nám eða inn á heimilin og dregur þá úr mannafla á vinnumarkaði.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×