Viðskipti erlent

Hagnaður BP á sex mánuðum var 2.100 milljarðar kr.

Hagnaður breska olíufélagsins BP á fyrstu sex mánuðum ársins nam ríflega 2.100 milljörðum kr. Á öðrum ársfjórðungi nam hagnaðurinn nær 1.300 milljörðrum kr. sem er met hjá félaginu.

Ástæðan fyrir þessum risahagnaði BP er einkum hið háa heimsmarkaðsverð á olíu sem verið hefur allt árið. Meðalverð á tunnunni frá áramótum er 120 dollarar. Þetta er tvöfalt meðalvderð á sama tímabili í fyrra.

Eftir að uppgjör BP var birt í morgun hafa hlutir í félaginu hækkað um 1,8% á markaðinum í London.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×