Viðskipti innlent

Samþykkt að afskrá Exista úr Kauphöll Íslands

Bakkavararbræðurnir Ágúst og Lýður Guðmundssynir fengu stuðningsyfirlýsingar á hluthafafundi í dag.
Bakkavararbræðurnir Ágúst og Lýður Guðmundssynir fengu stuðningsyfirlýsingar á hluthafafundi í dag. MYND/Vilhelm

Samþykkt var á hluthafafundi Exista fyrr í dag að afskrá félagið úr Kauphöll Íslands eins og stjórnin hafði lagt til. Fram kom á fundinum að hugsanlega yrði það skráð aftur á markað síðar þegar aðstæður bötnuðu.

Þá var samþykkt heimild til handa stjórninni að auka hlutafé. Exista hefur ekki farið varhluta af efnahagskreppunni enda var félagið stærsti hluthafinn í Kaupþingi sem féll um daginn.

Margir hluthafa lýstu yfir stuðningi við forsvarsmenn félagsins, þá Ágúst og Lýð Guðmundssyni en einn hluthafi vildi þó að þeir seldu eignir sínar og færðu fjármuni heimi. Annar hluthafi stóð hins vegar upp og lýsti yfir stuðningi við þá og sagðist hafa selt þeim bræðrum hrærivél til söltunar á hrognum þegar þeir voru að byrja með félag sitt, Bakkavör. Sagðist hann hafa trú á mönnum sem gætu saltað hrogn í tunnur.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×