Viðskipti erlent

Lækkun á mörkuðum í Asíu

Mynd úr safni

Töluverð lækkun varð á asískum hlutabréfamörkuðum í morgun en bifreiðaframleiðendur og skipafélög voru í fararbroddi hennar, einkum vegna eldsneytishækkana en verð olíutunnu stendur nú í 142,45 bandaríkjadölum á heimsmarkaði.

Nikkei 225-vísitalan er nú á sínu lengsta samfellda lækkunartímabili í 43 ár og lækkuðu bréf Toyota í kjölfar þess að bifreiðasala fyrirtækisins á Bandaríkjamarkaði dróst saman um 21 prósent í síðasta mánuði. Bréf kóreska flugfélagsins Korean Airlines lækkuðu meira en þau hafa gert í rúmt ár og dró þetta kóresku Kospi-hlutabréfavísitöluna niður í lægstu stöðu síðan í febrúar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×