Viðskipti innlent

Storebrand fært í bókum Exista

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Eignarhlutur Exista í Storebrand verði framvegis færður með í fjármálaþjónustu í reikningum félagsins í stað fjárfestingar.

Hluturinn, 8,69 prósent, verður eftir sem áður færður sem langtímaeign á gangverði. Markaðsverð endurspeglar verðmætið enda illa, segir Erlendur Hjaltason, forstjóri Exista.

Forsvarsmenn félagsins kynntu uppgjör félagsins á morgunverðarfundi í gær. Þar kom einnig fram að Exista framkvæmir virðisrýrnunarpróf á hverjum ársfjórðungi og segir Sigurður Valtýsson forstjóri ekki ástæðu til afskrifta á viðskiptavild. Breytingar á töluliðnum í uppgjöri félagsins segir hann ráðast af gengi krónunnar.

Lýður Guðmundsson, stjórnarformaður, segir áhersluna áfram verða lagða á langtímagæði eigna og kveður félagið vel í stakk búið til að standa af sér hremmingar á fjármálamörkuðum „og koma út úr þeim sterkari“.

Í lok júní átti félagið tryggt lausafé til að standast skuldbindingar sem falla á gjalddaga fram í desember 2009.

Á kynningarfundi Sigurður Valtýsson, forstjóri Exista, segir gæði stærstu fjárfestinga félagsins mikil, og endurspeglist betur í bókfærðu virði, en sviptingum á markaði nú. Fréttablaðið/GVA





Fleiri fréttir

Sjá meira


×