Viðskipti innlent

Hló þegar hann var spurður út í mögulega fjármálakreppu

Ásgeir Jónsson.
Ásgeir Jónsson. MYND/GVA

Bandaríska fréttaveitan The Huffington Post segir frá því í dag þegar fjármálasérfræðingurinn og heimildamyndagerðarmaðurinn Max Keiser heimsótti Ísland í apríl í fyrra. Í ferðinni kynnti hann sér „íslenska efnahagsundrið" eins og það var kallað og hitti meðal annars Ásgeir Jónsson, sem þá fór fyrir Greiningu Kaupþings.

Keiser líkti ástandinu á fjármálamörkuðum við eldfjall sem væri við það að gjósa og spurði Ásgeir hvort hann teldi að fólk myndi rísa upp í byltingu ef bankakreppa skylli á. Ef marka má viðbrögð Ásgeirs virstist hann ekki deila áhyggjum Kaisers yfir ástandinu.

The Huffington Post rifjar þessa fréttaskýringu upp í dag og bendir á að spá Kaisers hafi einmitt gengið eftir, nú sé staðan sú á Íslandi að fólk hópist út á götu og krefjist byltingar.

Viðtalið við Ásgeir má sjá hér.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×