Viðskipti erlent

Líkur á sölu Sterling aukast á ný

Svo virðist sem samkomulag sé að nást á milli skiptastjóra þrotabús Sterling-flugfélagsins og hugsanlegra kaupenda að búinu.

Fram kemur á fréttavefnum business.dk að samkomulag hafi náðst milli verkalýðsfélags flugmanna og flugliða og þrotabúsins í nótt og því eigi einungis eftir að ganga frá samningum við væntanlegan kaupanda, HK/Privat Luftfart. Talið er að það ráðist á morgun hvort samið verði við hann.

Hlutirnir breytast hratt því í gær bárust fréttir af því að ekkert yrði af samkomulagi milli þrotabúsins og verkalýðsfélagsins sem fer með umboð fyrir um 430 starfsmenn Sterling. Þá dró hugsanlegur kaupandi þrotabúsins tilboð sitt til baka. Hins vegar kom nýr kaupandi, HK/Privat Luftfart, inn í viðræðurnar í gær og héldu því samningaviðræður milli skiptastjóra og verkalýðsfélagsins áfram og lyktaði þeim með samkomulagi sem fyrr segir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×