Ísland þriðja skuldsettasta iðnríki heimsins 24. nóvember 2008 12:05 Ísland verður þriðja skuldsettasta iðnríki heimsins í lok þessa árs. Er það mikill viðsnúningur því áður var Ísland þriðja minnst skuldsetta þjóð heims innan OECD. Greining Glitnis fjallar um málið í Morgunkorni sínu. Þar segir að skuldir hins opinbera munu fara úr því að vera 28,9% af landsframleiðslu í lok árs í fyrra í að vera 108,9% í lok árs í ár samkvæmt spá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS). „Við þetta fer hið opinbera úr því að vera sá þriðji skuldaminnsti opinberi geirinn innan OECD, þ.e. meðal iðnríkjanna, yfir í að vera sá þriðji skuldamesti. Eftir árið í ár verða Ítalía og Japan fyrir ofan okkur á listanum en hið opinbera á Ítalíu var með skuldir sem námu 116,7% af landsframleiðslu þar í lok árs í fyrra og Japan með skuldir sem námu 170,3% af þarlendri landsframleiðslu," segir í Morgunkorninu. Á móti verður að skoða varðandi skuldastöðu hins opinbera að talsvert af eignum kemur á móti þeirri skuldaaukningu sem er að verða. Stór hluti af aukningunni er sú erlenda lántaka sem nú á sér stað til að styrkja gjaldeyrisforða Seðlabankans. Lántökur ríkisins frá AGS og Norðurlöndunum fara t.d. fyrst og fremst í að styrkja gjaldeyrisforða Seðlabankans en þar er um að ræða 55% af landsframleiðslu. Þar er gjaldeyrisforðinn á móti sem eign. Hið sama má segja um lántöku ríkissjóðs til að veita inn sem eigið fé í bankana en sú fjárhæð nemur um 30% af landsframleiðslu. Þar er eign í bönkunum á móti. Í þriðja lagi er lántaka ríkissjóðs vegna greiðslu innlána í gömlu bönkunum. Þar er um að ræða nær 5 milljarða dollara lánafyrirgreiðslu frá Bretlandi, Hollandi og Þýskalandi sem leggur sig á nær 54% af landsframleiðslu en þar er talið að eignir séu til á móti. Mest lesið Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Viðskipti innlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Fleiri fréttir Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Ísland verður þriðja skuldsettasta iðnríki heimsins í lok þessa árs. Er það mikill viðsnúningur því áður var Ísland þriðja minnst skuldsetta þjóð heims innan OECD. Greining Glitnis fjallar um málið í Morgunkorni sínu. Þar segir að skuldir hins opinbera munu fara úr því að vera 28,9% af landsframleiðslu í lok árs í fyrra í að vera 108,9% í lok árs í ár samkvæmt spá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS). „Við þetta fer hið opinbera úr því að vera sá þriðji skuldaminnsti opinberi geirinn innan OECD, þ.e. meðal iðnríkjanna, yfir í að vera sá þriðji skuldamesti. Eftir árið í ár verða Ítalía og Japan fyrir ofan okkur á listanum en hið opinbera á Ítalíu var með skuldir sem námu 116,7% af landsframleiðslu þar í lok árs í fyrra og Japan með skuldir sem námu 170,3% af þarlendri landsframleiðslu," segir í Morgunkorninu. Á móti verður að skoða varðandi skuldastöðu hins opinbera að talsvert af eignum kemur á móti þeirri skuldaaukningu sem er að verða. Stór hluti af aukningunni er sú erlenda lántaka sem nú á sér stað til að styrkja gjaldeyrisforða Seðlabankans. Lántökur ríkisins frá AGS og Norðurlöndunum fara t.d. fyrst og fremst í að styrkja gjaldeyrisforða Seðlabankans en þar er um að ræða 55% af landsframleiðslu. Þar er gjaldeyrisforðinn á móti sem eign. Hið sama má segja um lántöku ríkissjóðs til að veita inn sem eigið fé í bankana en sú fjárhæð nemur um 30% af landsframleiðslu. Þar er eign í bönkunum á móti. Í þriðja lagi er lántaka ríkissjóðs vegna greiðslu innlána í gömlu bönkunum. Þar er um að ræða nær 5 milljarða dollara lánafyrirgreiðslu frá Bretlandi, Hollandi og Þýskalandi sem leggur sig á nær 54% af landsframleiðslu en þar er talið að eignir séu til á móti.
Mest lesið Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Viðskipti innlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Fleiri fréttir Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira