Viðskipti innlent

Hagfræðiprófessor hraunar yfir seðlabankastjóra

Davíð Oddsson seðlabankastjóri fær það óþegið í grein sem hagfræðiprófessorinn Richard Portes við London Business School skrifar í Financial Times um helgina.

Portes fjallar um þróunina á Íslandi síðustu vikur undir fyrirsögninni: „Hræðileg mistök í hruni Íslands". Þar nefnir hann upphaf hrunsins sem var þjóðnýting Glitnis á sínum tíma að ráði Davíðs Oddssonar.

Portes segir: „Seðlabankastjórinn, Davíð Oddsson, var forsætisráðherra í 13 ár áður en hann settist í stól seðlabankastjóra árið 2005. Ákvörðun hans endurspeglaði pólitík, tæknilega vangetu og fáfræði um markaði. Ummæli hans síðar juku mjög á óstöðugleikann."

Portes nefnir að með þjóðnýtingu Glitnis hafi skammtímalánalínur til allra íslensku bankana þornað up og horfið, veðköll komu frá Evrópska seðlabankanum og ómögulegt varð fyrir bankana að mæta skuldbindingum sínum.

Þann lærdóm má læra af þessu að mati Portes að pólitíkusar eigi ekki að verða seðlabankastjórar. Davíð sé hluti af vandamálinu en ekki nein lausn á því og hann ætti að segja upp störfum strax.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×