Viðskipti innlent

Ætla að afnema skattaflótta með samkomulagi

Fjármálaráðherrar á Norðurlöndunum munu undirrita samkomulag í haust sem koma á í veg fyrri skattaflótta einstaklinga og fyrirtækja.

Um er að ræða samning um gagnkvæma upplýsingagjöf auk tvísköttunarsamnings milli Norðurlandanna og Jersey og Guernsey.

Norðurlöndin hafa frá árinu 2006 átt í viðræðum við fjármálamiðstöðvar sem bjóða upp á skattaskjól. Þegar hefur einn samningur verið gerður, það er svokallaður Óslóarsamningur við eyjuna Mön og var litið á hann sem fyrsta skrefið í umfangsmiklu átaki til að koma í veg fyrir flótta frá því að greiða skatta á Norðurlöndunum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×