Viðskipti innlent

Hamstra matvæli þar sem hrun bankanna ógnar innflutningi

„Eftir fjögurra ára kaupagleði flykkjast Íslendingar nú í stórmarkaðina í síðasta sinn og hamstra matvæli þar sem hrun bankakerfisins ógnar nú innflutningi til landsins." Þannig hefst grein á Bloomberg-fréttaveitunni um stöðuna á Íslandi í dag.

Bloomberg ræðir m.a. við verslunarstjóra hjá Bónus, sem segir að verslunarkeðjan hafi átt brjálaða daga að undanförnu. „Salan hjá okkur hefur tvöfaldast," segir hann.

Fram kemur hjá Bloomberg að íslenski gjaldeyrismarkaðurinn sé hruninn þannig að birgjar erlendir kerfjist þess nú að fá greitt fyrirfram fyrir það sem þeir selja til Íslands.

Þannig segir Ragnhildur Anna Jónsdóttir eigandi Next Plc í Kringlunni í samtali við Bloomberg að hún geti hvergi fengið gjaldeyri til að greiða fyrir vörukaup sín erlendis. Það ástand hafi nú varað í þrjár vikur en undir eðlilegum kringumstæðum hafi hún fengið eina sendingu að utan í hverri viku að meðaltali.

Andrés Magnússon framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir að alls engan gjaldeyri sé að fá fyrir innfluttar vörur. „Eina leiðin til að leysa þetta mál er að fá Alþjóðagjaldeyrissjóðinn til landsins," segir Andrés.


















Fleiri fréttir

Sjá meira


×