Viðskipti erlent

Mikil uppsveifla á Wall Street eftir olíuverðslækkun

Mikil uppsveifla var á fjármálamarkaðinum í Wall Street í gær og náði Dow Jones vísitalan sinni mestu hækkun undanfarna 3 mánuði eða 2,5%.

Ástæða þessarar hækkunnar er einkum rakin til þess að olíuverð lækkaði mikið á heimsmarkaði í vikunni. Nasdaq vísitalan hækkaði um rúm 3%. Asíumarkaðir hafa fylgt þessu eftir í morgun og hefur Nikkei-vísitalan í Japan hækkað um tæpt prósent.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×