Viðskipti innlent

Gengi færeysku félaganna sveiflast

Kauphöll Íslands.
Kauphöll Íslands.

Færeysku félögin fjögur sem skráð eru í Kauphöll Íslands hafa ekki farið varhluta af erfiðum markaðsaðstæðum fremur en þau íslensku. Þótt ekkert félaganna sé í Úrvalsvísitölunni hafa þau þýðingu fyrir íslenska fjárfesta. Þetta kemur fram Þetta kom fram í Hálffimm fréttum greiningardeildar Kaupþings í dag.

Af færeysku félögunum hefur ekkert lækkað eins mikið og Eik Banki. Þegar mælt er í dönskum krónum nemur lækkunin um 61% frá áramótum. Lækkunina má að hluta rekja til slæmrar stöðu Roskilde Bank sem hefur haft víðtæk áhrif á gengisþróun smárra fjármálastonana í Danmörku.

Greiningardeildin bendir einnig á að Eik er stór hluthafi í SPRON með nærri 8% hlut og hefur sá eignarhlutur rýrnað mjög á árinu samfara um 66% lækkun á gengi sparisjóðsins.

Nú er svo komið að Eik er ekki lengur verðmætasta færeyska félagið í Kauphöll Íslands því olíuleitarfélagið Atlantic Petroleum orðið verðmætara.

Hálffimm fréttir Kaupþings er hægt að lesa í heild sinni hér.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×