Viðskipti innlent

Þrír milljarðar í hagnað hjá Stork

Óli Kristján Ármannsson og Annas Sigmundsson skrifar
Stork Kjarrnastarfsemi Stork er í flugvélaiðnaði en sá hluti samstæðunnar framleiðir meðal annars fyrir Boeing.
Stork Kjarrnastarfsemi Stork er í flugvélaiðnaði en sá hluti samstæðunnar framleiðir meðal annars fyrir Boeing.
Hollenska iðnsamstæðan Stork, sem er að fjórðunghlut í eigu Eyris Invest og Landsbankans, hagnaðist um 24 milljónir evra (tæpa 3 milljarða króna) á fyrri helmingi ársins, samkvæmt nýbirtu uppgjöri.

Þar af eru 9 milljónir evra (rúmlega 1,1 milljarður króna) af áframhaldandi starfsemi. Marel keypti í maí Stork Food Systems.

Velta jókst um 11 prósent milli ára og rekstrarhagnaður fyrir afskriftir var 76 milljónir evra. Sjoerd Vollebregt forstjóri segir vöxt félagsins standist væntingar. Markmið tæknihlutans um að vöxt á olíu-, gas- og orkumarkaði sé langt umfram væntingar. Hjá Stork starfa um 16.000 manns.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×