Viðskipti erlent

Barclays kaupir ekki Lehman

Höfuðstöðvar Lehman Brothers, New York MYND/AFP
Höfuðstöðvar Lehman Brothers, New York MYND/AFP

Breski bankinn Barclays sem þótti líklegur til að taka yfir bandaríska fjárfestingarbankann Lehman Brothers hefur dregið sig út úr viðræðum um kaup á félaginu. Þetta kemur fram á fréttavef BBC.

Stjórnendur Lehman Brothers hafa unnið að því hörðum höndum að selja fjárfestingarbankann að mestu leyti eða öllu og forða honum með því móti frá gjaldþroti.

Seðlabanki Bandaríkjanna og fjármálaráðuneytið komið að þeirri vinnu og reynt því að finna kaupendur og vonir stóðu til að hægt væri að tilkynna um sölu fyrir opnun markaða á morgun.

Alls vinna yfir 25.000 manns hjá Lehman. Þar af nokkrir Íslendingar á skrifstofu fjárfestingarbankans í London.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×