Viðskipti erlent

Carlsberg seldi yfir 1,5 milljón lítra af bjór á EM

Carlsberg seldi yfir 1,5 milljón lítra af bjór á EM í knattspyrnu í síðasta mánuði. Er þetta mesta bjórsala hjá brugghúsinu síðan það varð stuðningsaðili að EM árið 1988.

Keld Strudahl markaðstjóri Carlsberg segir í tilkynningu frá brugghúsinu að þar á bæ sé menn mjög ánægðir með bjórsöluna á EM. "Þessi sala uppfyllti væntingar okkar. Og við erum ánægðir með hve áhorfendur sköpuðu góða stemmingu án ofbeldis," segir Keld.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×