Viðskipti innlent

Útgerðir horfa fram á gríðarlegt tap vegna hruns bankanna

Starfsemi margra útgerðarfyrirtækja er í óvissu sökum vandamála með greiðsluflæði á milli landa. Ein meginorsök greiðsluflæðivandans er að endurreistir viðskiptabankar eru ekki til í alþjóðlegum greiðslukerfum.

Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ, segir að ofan á fyrirsjáanlegt gríðarlegt tap vegna hruns íslensku viðskiptabankanna bætist við að greiðslur frá erlendum kaupendum fiskafurða berist seint eða ekki til landsins.

Fjallað er um þetta á vefsíðu LÍÚ. Þar segir að daglegir fundir eru nú haldnir í Húsi atvinnulífsins þar sem saman koma fulltrúar aðildarfélaga samtakanna til að bera saman bækur sínar og þrýsta á stjórnvöld og Seðlabanka um úrbætur. Dæmi eru um að gjaldeyrismillifærslur taki allt að átta daga og önnur dæmi eru um að greiðslur hafi hreinlega „týnst."

Eins og fram hefur komið hafa aðilar vinnumarkaðarins eindregið stutt hugmyndir um að farið verði fram á aðstoð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×