Vandinn er heimatilbúinn Eiríkur Bergmann Einarsson skrifar 22. nóvember 2008 06:00 Umræðan EES Íslensk stjórnvöld hafa látið í veðri vaka að hrun bankakerfisins eigi einna helst orsök í óviðráðanlegum ytri aðstæðum. Annars vegar vegna alþjóðlegu fjármálakreppunnar og hins vegar vegna kerfisvillu í evrópsku reglugerðaverki um innstæðutryggingar. Þetta er einkar heppileg skýring fyrir innlend stjórnvöld því þar með bera þau enga ábyrgð. Hvítþvotturinn gengur jafnvel svo lagt að í máli sumra er látið sem skuldbindingar um tryggingar á reikningum í erlendum útibúum íslenskra banka hafi á einhvern hátt komið á óvart. Efast má um hæfni efnahagsyfirvalda sem halda slíku fram enda hefur þessi staða legið fyrir frá því Ísland undirritaði EES-samninginn. Kerfisvandinn sem varð Íslandi að falli var heimatilbúinn. V ið opnuðum fjármálamarkaðinn inn á 500 milljóna manna innri markað ESB en örgjaldmiðillinn okkar var áfram varinn af aðeins þrjú hundruð þúsund Íslendingum. Í slíka stöðu hafði ekkert ríkjanna á Evrópska efnahagssvæðinu komið sér og við þessu óráði var margvarað. Fjöldi fræðimanna hefur þráfaldlega varað við að blessuð krónan gæti ekki staðið undir starfi bankanna á galopnum evrópskum fjármálamarkaði. Það er engin tilviljun að með Maastrict-sáttmálanum sem undirritaður var sama ár og EES, 1992, voru teknar tvær ákvarðanir samtímis. Annars vegar að fullklára opnun fjármálamarkaða og hins vegar að verja fjármálakerfið með sameiginlegri mynt, evrunni, og sameiginlegum seðlabanka sem yrði lánveitandi til þrautavara. Á þeim tíma óraði engan fyrir að tiltekin ríki myndu taka sig út úr því ráðslagi, eins og síðar varð raunin þegar Danir, Bretar og Svíar ákváðu að halda um sinn í eigin gjaldmiðil. Öll ríkin gerðu þó viðhlítandi ráðstafanir til að verja sína mynt. Norðmenn eru varðir af olíusjóðnum og öll nýju aðildarríki ESB hafa tekið skref til varnar. Aðeins Ísland þverskallaðist við. Eins og glöggur maður nefndi var krónan of lítil fyrir bankana en evran of stór fyrir íslenska stjórnmálamenn. Því fór sem fór. Höfundur er dósent og forstöðumaður Evrópufræðaseturs Háskólans á Bifröst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Sjá meira
Umræðan EES Íslensk stjórnvöld hafa látið í veðri vaka að hrun bankakerfisins eigi einna helst orsök í óviðráðanlegum ytri aðstæðum. Annars vegar vegna alþjóðlegu fjármálakreppunnar og hins vegar vegna kerfisvillu í evrópsku reglugerðaverki um innstæðutryggingar. Þetta er einkar heppileg skýring fyrir innlend stjórnvöld því þar með bera þau enga ábyrgð. Hvítþvotturinn gengur jafnvel svo lagt að í máli sumra er látið sem skuldbindingar um tryggingar á reikningum í erlendum útibúum íslenskra banka hafi á einhvern hátt komið á óvart. Efast má um hæfni efnahagsyfirvalda sem halda slíku fram enda hefur þessi staða legið fyrir frá því Ísland undirritaði EES-samninginn. Kerfisvandinn sem varð Íslandi að falli var heimatilbúinn. V ið opnuðum fjármálamarkaðinn inn á 500 milljóna manna innri markað ESB en örgjaldmiðillinn okkar var áfram varinn af aðeins þrjú hundruð þúsund Íslendingum. Í slíka stöðu hafði ekkert ríkjanna á Evrópska efnahagssvæðinu komið sér og við þessu óráði var margvarað. Fjöldi fræðimanna hefur þráfaldlega varað við að blessuð krónan gæti ekki staðið undir starfi bankanna á galopnum evrópskum fjármálamarkaði. Það er engin tilviljun að með Maastrict-sáttmálanum sem undirritaður var sama ár og EES, 1992, voru teknar tvær ákvarðanir samtímis. Annars vegar að fullklára opnun fjármálamarkaða og hins vegar að verja fjármálakerfið með sameiginlegri mynt, evrunni, og sameiginlegum seðlabanka sem yrði lánveitandi til þrautavara. Á þeim tíma óraði engan fyrir að tiltekin ríki myndu taka sig út úr því ráðslagi, eins og síðar varð raunin þegar Danir, Bretar og Svíar ákváðu að halda um sinn í eigin gjaldmiðil. Öll ríkin gerðu þó viðhlítandi ráðstafanir til að verja sína mynt. Norðmenn eru varðir af olíusjóðnum og öll nýju aðildarríki ESB hafa tekið skref til varnar. Aðeins Ísland þverskallaðist við. Eins og glöggur maður nefndi var krónan of lítil fyrir bankana en evran of stór fyrir íslenska stjórnmálamenn. Því fór sem fór. Höfundur er dósent og forstöðumaður Evrópufræðaseturs Háskólans á Bifröst.
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun