Viðskipti innlent

Heildarendurskoðun banka í gangi

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Álfheiður Ingadóttir í beinir spurningum til Björgvins G. Sigurðssonar í gær.
Álfheiður Ingadóttir í beinir spurningum til Björgvins G. Sigurðssonar í gær. MYND/Fréttablaðið/Vilhelms
Viðskiptaráðherra hefur skipað nefnd um heildarendurskoðun á bankamarkaði. Þetta kom fram í umræðum utan dagskrár á Alþingi í gærmorgun.

Meðal annars skoðar nefndin reglur um viðskipti starfsmanna við fjármálafyrirtæki, veðsetning hluta í fjármálafyrirtækjum, eignarhald, stórar áhættuskuldbindingar og krosseignatengsl.

Álfheiður Ingadóttir, þingmaður Vinstri-grænna, var málshefjandi í umræðunum og beindi spurningum til Björgvins G. Sigurðssonar, viðskiptaráðherra.

Hún sagði allt óljóst varðandi stefnu og fyrirætlan stjórnvalda hvað bankana varðaði og taldi spurningar hafa vaknað um getu þeirra til að sinna þjónustu við fólk og fyrirtæki.

Álfheiður benti á yfirlýsta fyrirætlan stjórnvalda um að einkavæða bankana jafnskjótt og auðið væri og kvaðst vara við öllum flýti í þeim efnum, líta bæri til reynslu Svía og Norðmanna þar sem ríkið sé eigandi á bankamarkaði.

Björgvin G . Sigurðsson segirst telja bankana vel í stakk búna til að sinna einstaklingum og fyrirtækjum í landinu, en í byrjun næsta árs verði lokið endurskoðun á eignastöðu þeirra.

Hann telur jafnframt vert að skoða í fullri alvöru aðkomu erlendra aðila að bönkunum.

„Ég þó áherslu á að ekkert hefur verið ákveðið í þá veru þó rætt hafi verið við kröfuhafa um slíka aðkomu. Við það eru bæði kostir og ágallar."

Björgvin segist jafnframt áður hafa lýst þeirri skoðun að ríkið haldi heinhverjum hlut bönkunum þegar losað verði um þá hluti síðar.

„En auðvitað verður að standa allt öðru vísi að einkavæðingu á bönkunum en gert var síðast," segir hann, en jafnframt kom fram í máli Björgvins að hann efaðist um gildi þess að sameina bankana og minnti í þeim efnum á að samkeppnisstofnun hafi áður lagst gegn sameiningu Landsbankans og Búnaðarbankans.

Þá segir hann starfshóp að störfum vegna vanda minni fjármálafyrirtækja. „Við vonumst til að lokið sér þrotahrinu fjármálafyrirtækja hér."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×