Viðskipti innlent

„Heitur reitur“ hjá Jóni Sig

Reykjavíkurborg hefur í samstarfi við Vodafone opnað „Heitan reit", þ.e. ókeypis þráðlausa háhraða nettengingu á Austurvelli. Þar geta gestir og gangandi nýtt sér netið og notið góða veðursins um leið.

Austurvöllur hefur lengi verið samkomustaður borgarbúa og ferðamanna á sólríkum sumardögum. Reykjavíkurborg eykur þjónustu við þennan hóp með því að gera Austurvöll að „Heitum reit".

Þjónustan er ókeypis og verður veitt fram eftir hausti.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×