Erlent

Þrettán nýburar létust á sólarhring á sjúkrahúsi í Tyrklandi

MYND/AP

Tyrknesk yfirvöld rannsaka nú hvers vegna 13 nýburar létust á innan við sólarhring á sjúkrahúsi í borginni Izmir í vesturhluta landsins.

Öll börnin voru fyrirburar og leiða tyrkneski miðlar að því líkum að börnin hafi látist af völdum sýkingar á sjúkrahúsinu. Sérfræðingateymi hefur verið kallað til að rannsaka dauðsföllin.

Aðeins eru um tveir mánuðir síðan 27 nýfædd börn létust á 15 daga tímabili á sjúkrahúsi í Ankara og töldu gagnrýnendur að þau mætti rekja til óheilnæmra aðstæðna á sjúkrahúsinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×