Viðskipti innlent

Green setur Baugskaupin í salt og snýr sér að öðru

Auðjöfurinn Philip Green hefur ákveðið að setja kaupin á skuldum Baugs í salt og snúa sér að öðrum möguleikum. Þetta kemur fram á Timesonline í dag.

Green neitaði að tjá sig við Times um vangaveltur þess eðlis að honum stæði til boða samstarf við ýmsa aðila um kaup á fyrirtækjum sem ættu í erfiðleikum. "Við viljum ekki vera í læknaleik, sjúklingarnir eru of margir," segir hann hinsvegar.

Green segir að það uppnám sem skapast hefur með yfirtöku íslenskra stjórnvalda á bönkunum þremur hafi gert það ómögulegt að sjá fyrir um framvindu söluferlisins hvað skuldir Baugs varðar. Auk þess væri ómögulegt að sjá fyrir um hvenær von væri á ákvörðun íslenskra stjórnvalda í málinu.

Í augnablikinu er Green með einn eða tvo möguleika á kaupum utan Íslands í sigtinu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×