Innlent

Stórfellt tap fyrir að að taka stöðu með krónunni

Guðný Helga Herbertsdóttir skrifar

Þeir sem tóku stöðu gegn krónunni horfa fram á stórfellt tap. Þetta á einnig við um þau fyrirtæki sem héldu uppi eðlilegum gengisvörnum. Jafnvirði hundruð milljarða króna vegna slíkra samninga er læst inni í gömlu bönkunum.

Tökum dæmi: Félagið EHF tekur milljón að láni frá einum af bönkunum þremur þann 1. september síðastliðinn. Milljónin er síðan notuð til að kaupa 12.000 dollara sem lagðir eru inn á gjaldeyrisreikning í viðkomandi banka.

Félagið gerir þetta til að verja sig gegn gengisfalli krónunnar eða í spákaupmennsku til að hagnast á því. Mánuði síðar fer bankinn í þrot og er skipt í gamla og nýja bankann. Staða félagsins EHF er þá orðin sú að það á 12.000 dollara kröfu á gamla bankann en lánið flyst yfir í nýja bankann og sett í innheimtu.

Fréttastofa hef talað við forsvarsmenn nokkurra fyrirtækja sem eru í þessari stöðu, allir segjast þeir vona að hægt verði að beita skuldajöfnun. Sigurður G. Guðjónsson, lögfræðingur, telur stöðuna vera mjög óljósa.

Sigurður segir eðlilegt að þeir sem eiga möguleika á að fá skuldajöfnun muni gera þá kröfu. Ómögulegt sé þó að segja til um niðurstöðuna.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×