Viðskipti innlent

Moody staðfestir lánshæfismat Kaupþings

Alþjóðlega matsfyrirtækið Moody's hefur staðfest lánshæfismatseinkunn langtímaskuldbindinga Kaupþings banka sem A1, einkunnir vegna innlendra og erlendra skammtímaskuldbindinga bankans sem P-1 og einkunn fyrir fjárhagslegan styrk sem C-. Horfur eru stöðugar.

Staðfesting Moody's fylgir í kjölfar endurmats á lánshæfi ríkissjóðs í Aa1 úr Aaa.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×