Viðskipti erlent

Olíutunnan ekki lægri í sex vikur

Heimsmarkaðsverð á olíu heldur áfram að falla og er nú komið undir 130 dollara á tunnuna. Hefur verðið ekki verið lægra í sex vikur.

Það sem veldur þessum lækkunum nú er að mjög hefur dregið úr vexti efnahagslífsins í bæði Bandaríkjunum og Kína. Þar að auki sýndu tölur frá bandarískum stjórnvöldum í gærdag að þar í landinu eru nú mun meiri birgðir af gasi en talið var. Olíuverðið náði hámarki í síðustu viku er tunnan fór yfir 147 dollara.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×