Viðskipti innlent

Ráðningin á sér skamman aðdraganda

„Ég ætla nú að áskilja mér rétt til að fá nokkra daga í starfið áður en ég fer á ákveða tillögurnar," segir Tryggvi Þór Herbertsson, nýráðinn ráðgjafi Geirs Haarde í efnahagsmálum.

Tryggvi segir að hlutverk sín hafi ekki verið nákvæmlega skilgreind en það verði gert á næstu dögum. Hann vill ekki nefna sérstakar aðgerðir sem hann telur að forsætisráðuneytið eigi að leggja í varðandi efnahagsmál. Hann segir jafnframt að ýmislegt hafi verið í undirbúningi í ráðuneytinu að undanförnu.

Tryggvi segir ákvörðun um ráðningu hans í ráðuneytið eigi sér einungis nokkurra daga aðdraganda. „Svona hlutir gerast snöggt," segir hann. Tryggvi segir að miðað sé við að ráðningin taki til sex mánaða. Hann segir ólíklegt að ráðningin verði framlengd en útilokar það þó ekki. „Það veit enginn hvað framtíðin ber í skauti sér," segir Tryggvi.

Tryggvi Þór er fyrrverandi forstöðumaður Hagfræðistofnunar og kennari við Háskóla Íslands.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×