Viðskipti innlent

Vangaveltur um kaup Icelandair á CSA-flugfélaginu

Reuters-fréttaveitan greinir frá því í dag að Icelandair hafi áhuga á því að kaupa tékkneska flugfélagið CSA sem á að selja á næstu mánuðum. Sem stendur er CSA í eigu tékkneska ríkisins.

Reuters vitnar í ónafngreindan yfirmann Icelandair sem segir að CSA myndi falla vel inn í eignasafn félagsins. Guðjón Arngrímsson, fjölmiðlafulltrúi Icelandair, segir í samtali við Vísi að þarna sé um vangaveltur að ræða sem stafi sennilega af því að Icelandair sé með nokkra starfsemi fyrir í Tékklandi. Á hann þar við félagið Travel Service. „Það er lítið annað um þetta að segja að svo stöddu," segir Guðjón.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×