Viðskipti erlent

Olía hækkar í verði

MYND / AP
MYND / AP

Verð á hráolíu hefur hækkað á heimsmarkaði í dag. Hráolía hækkaði um 2,1 prósent í dag í New York eða 2,75 dali á tunnu sem kostar nú 132 dollara. Brent-olía hækkaði um 2 prósent í London eða 2,62 dali og kostar tunnan 133,69 dollara.

Hækkunin er meðal annars rakin til þess að í gær hækkaði Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hagvaxtarspá sína. Verkfall olíuverkamanna í Brasilíu hefur enn sem komið ekki haft áhrif á heimsmarkaðsverð.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×