Viðskipti innlent

Skattyfirvöld felli niður tímabundið álag á staðgreiðsluskil

Fjármálaráðuneytið mun beina þeim tilmælum til skattstjóra og tollstjórans í Reykjavík að fellt verði tímabundið niður álag vegna þeirra skila á staðgreiðslu sem er á eindaga 17. nóvember og gildi sú niðurfelling í eina viku eða til 24. nóvember nk.

 

 

Í tilkynningu um málið segir að samkvæmt lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda, er 17. nóvember eindagi staðgreiðslu launamanna, útsvars launamanna, álagðra skatta launamanna og tryggingagjalds launagreiðenda og skila á skilagrein vegna októbermánaðar.

 

 

Í lögunum segir að hafi launagreiðandi eigi staðið skil á staðgreiðslu á eindaga skuli hann sæta álagi. Hinsvegar er til ákvæði í lögunum um að fella megi niður álag ef launagreiðandi færir gildar ástæður sér til afsökunar og metur skattstjóri það í hverju einstöku tilviki hvað telja skuli gildar ástæður í þessu sambandi.

 

 

Vegna áframhaldandi truflana á bankastarfsemi hér á landi og áhrifa þess á atvinnulífið telur ráðuneytið að enn séu gildar ástæður til að beita þeirri heimild til tímabundinnar niðurfellingar álags vegna skila á staðgreiðslu fyrir september.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×