Viðskipti erlent

Gríðarlegt tap hjá HBOS í Bretlandi

Gríðarlegt tap varð hjá HBOS, næststærsta banka Bretlands, á þriðja ársfjórðung. Nam það 2,7 milljörðum punda eða hátt í 600 milljörðum kr.. HBOS tapaði töluvert á hruni íslensku bankanna eða 150 milljónum punda eða um 30 milljörðum kr.

Í tilkynningu um uppgjörið á ársfjórðungunum kemur m.a. fram að fjöldi af viðskiptavinum bankans eigi í verulegum erfiðleikum, einkum í byggingar- og fasteignageiranum.

Fyrir utan íslensku bankanna tapaði HBOS stórt á gjaldþroti Lehman Brothers og Washington Mutual.

Fram kemur hjá HBOS að samrunaferlið við bankann Lloyds TSB gangi eftir áætlun.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×