Viðskipti innlent

Samkeppnisyfirvöld samþykkja kaup Marels á Stork

Samkeppnisyfirvöld í Evrópu og víðar hafa samþykkt kaup á Stork Food Systems án athugasemda. Marel Food Systems mun taka við félaginu þann 8. maí næstkomandi, eftir því sem kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar.

Salan jókst frá fyrra ári

Sala Marel á fyrsta ársfjórðung 2008 nam 74,0 milljónum evra samanborið við 72,2 milljónir á sama tíma árið áður. Salan jókst því um 2,5% á milli ára. Á föstu gengi er aukningin 5,3%.

Rekstrarhagnaður (EBIT) á tímabilinu janúar til mars 2008 var 2,2 milljónir evra sem er 2,9% af sölu samanborið við 3,2 milljónir (4,5% af sölu) í fyrra. Hagnaður tímabilsins nam 0,7 milljónum evra samanborið við 1,0 milljón evra hagnað 2007.

Eigið fé 180 milljónir evra

Veltufé frá rekstri nam 4,3 milljónum evra. Á árinu 2007 var það 4,5 milljónir. Eigið fé nam 180,6 milljónum evra og eiginfjárhlutfall var 42,7%. Handbært fé í lok tímabilsins nam 81,4 milljónum evra en var 30,4 milljónir í lok árs 2007. Breytinguna má einkum rekja til sölu LME á hlutafé í Stork NV sem skilaði Marel Food Systems 53 milljónum evra eftir uppgreiðslu skulda.

 

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×