Viðskipti innlent

Lífeyrissjóðshluti Kaupþings í Svíþjóð seldur

Hópur starfsmanna hjá gamla Kaupingi í Svíþjóð hefur keypt lífeyrissjóðshluta starfseminnar eftir því sem erlendir miðlar greina frá.

Um er að ræða lífeyrissjóðsráðgjöfina Kaupthing Pension Consulting en kaupverð starfseminnar er ekki gefið upp. Haft er eftir talsmanni Kaupþings í Svíþjóð í yfirlýsingu að reynt hafi verið í nokkurn tíma að selja þetta dótturfélag Kaupþings. Það fylgir fréttinni að til standi að breyta nafni félagsins en það muni þó áfram eiga samstarf við Kaupþing í Svíþjóð.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×