Viðskipti innlent

Danskir starfsmenn Sterling fá launin sín á morgun

Danskir starfsmenn danska flugfélagsins Sterling fá laun sín fyrir októbermánuð greidd á morgun. Frá þessu greinir á fréttavefnum business.dk.

Starfsfólkið hefur beðið í óvissu eftir að félagið, sem var í eigu Fons, varð gjaldþrota um miðja síðustu viku. 745 Danir unnu hjá félaginu og fá þeir laun sín greidd úr tryggingarsjóði launa í Danmörku á morgun. Alls nema greiðslunar um 21 milljón danskra króna, jafnvirði ríflega 400 milljóna íslenskra. Hins vegar verða um 300 starfsmenn flugfélagsins í Noregi og Svíþjóð að bíða lengur.

Á vef business.dk segir að svo fljótt hafi tekist að greiða laun til Dananna þar sem launaseðlar frá Sterling hefðu borist fljótt. Til stendur að selja þrotabú flugfélagsins og rennur frestur til þess að skila inn tilboðum í einstaka hluta þess út á miðnætti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×